Rangt staðið að Borgunarsölunni

Mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans á ríflega 30% …
Mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans á ríflega 30% hlut í Borgun en bankinn seldi hlutinn síðla árs 2014. mbl.is/Júlíus

Landsbankinn hefði átt að standa öðruvísi að sölunni á hlut sínum í Borgun.  Setja hefði átt hlutina í opið söluferli og rökstuðningur bankans fyrir því að hafa ekki gert það er ófullnægjandi.

Þetta er álit Bankasýslu ríkisins sem fulltrúar Bankasýslunnar greindu frá á fundi fjárlaganefndar í morgun. 

Bankasýslan telur að sú leið sem farin var hafi valdið bankanum tjóni og skert trúverðugleika og traust bankans. Telur Bankasýslan það vera alvarlegt mál.

Bankasýslan hefur kallað eftir svörum og beðið um að komið verði með tillögu sem dugir til að endurreisa traust bankans. Þá hvetur Bankasýslan Landsbankann til þess að gæta réttar síns telji bankinn sig hafa orðið fyrir tjóni.

Í bréfi sem Bankasýslan hefur sent fjármálaráðherra segir orðrétt að það sé niðurstaða athugunar Bankasýslunnar að „sölumeðferðin hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki.“

Ennfremur segir að það sé mikilvægt að Landsbankinn endurheimti traust eigenda sinna, viðskiptavina og fjárfesta sem og almennings.

„Af þeim sökum telur Bankasýsla ríkisins að bankaráð Landsbankans hf. verði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn tapaði vegna sölumeðferðarinnar. Fer stofnunin fram á að hluthöfum í Landsbankanum hf. verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við og ekki síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl nk.“

Svarbréf Bankasýslunnar til ráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK