Fluttu til Íslands eftir 15 ára fjarbúð

Eftir 15 ára fjarsamband ákváðu Christy Book-Tsang og Matthias Book að flytja til Íslands fyrir 2 árum eftir að hafa heimsótt landið í fríi. Christy er frá Hong Kong og starfar hjá Krumma við þróun og útflutning á leiktækjum en Matthias er dósent í tölvunarfræði við HÍ. Rætt er við Christy í Fagfólkinu.

Christy sem er menntaður lífheilsufræðingur kemur að öllu sem snertir Krumma-flow vörunum frá Krumma og sér um að mynda viðskiptatengsl fyrir fyrirtækið í Asíu. Hún hefur sterkar skoðanir á mat og matargerð og í þættinum eldar hún m.a. lambakjöt sem hún segir vera besta hráefni sem hægt er að fá.

Fagfólkið eru þættir um fólk sem starfar á ólíkum sviðum í íslenskum iðnaði og eru unnir í samstarfi við Samtök Iðnaðarins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK