Samfylking ræðir vantrauststillögu

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég get vel skilið vonbrigði fólks með að upplýsingum hafi verið leynt og tel þetta rökrétt viðbrögð í þeim aðstæðum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um kröfur um afsögn forsætisráðherra og mögulega vantrauststillögu.

Hann segir hugmyndir um vantrauststillögu hafa verið ræddar almennt á meðal stjórnarandstöðunnar og verða næstu skref tekin í sameiningu. Farið verður formlega yfir málið á næsta þingflokksfundi Samfylkingarinnar í byrjun næstu viku en í millitíðinni verður farið yfir málið á almennum nótum.

„Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann og ekki bara vantraust. Við þurfum að fara yfir þetta allt saman,“ segir Árni. Aðspurður hvað fleira komi þarna til skoðunar segir Árni að fara þurfi yfir skýringar forsætisráðherra og athuga hvort þær standist skoðun.

„Þær hafa að hluta til svarað spurningum en að öðru leyti vakið upp nýjar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að fara yfir þetta.“

Forsætisráðherra hlýtur að svara á Alþingi

Aðspurður hvort hann myndi sjálfur styðja vantrauststillögu segir hann ýmsum spurningum ennþá ósvarað.

Aðspurður hvort hann geti tekið undir kröfur um afsögn segist hann aldrei hafa viljað þessa ríkisstjórn við völd. „Ég vil gjarnan að hún fari sem allra fyrst.“

Hvað afsögn vegna þessa einstaka máls varðar segir hann að minnsta kosti eðlilegt að ræða það á Alþingi. „Ég gef mér að forsætisráðherra sé tilbúinn að færa þar fram svör. Ég held að við þurfum síðan í framhaldinu að taka þetta mál skref fyrir skref.“

Næsti þingfundur verður mánudaginn 4. apríl nk.

Árni Páll reiknar með að Sigmundur Davíð muni svara spurningum …
Árni Páll reiknar með að Sigmundur Davíð muni svara spurningum stjórnarandstöðunnar á Alþingi. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK