17 milljarða gjaldþrot Baugs-félags

Félagið var í eigu Baugs Group.
Félagið var í eigu Baugs Group. mbl.is/Kristinn

Gjaldþrotaskiptum hjá BG Fasteignum ehf. er lokið. Aðeins fékkst rúm ein milljón króna greidd upp í kröfurnar sem hljóðuðu upp á rúma sautján milljarða. Félagið var í eigu Baugs Group.

Félagið var stofnað árið 2006 og var þá skráð með lögheimili að Túngötu 6, í fyrrum höfuðstöðvum Baugs. Þegar Baugur Group var tekinn til gjaldþrotaskipta í mars 2009 skiptu hlutafélög með lögheimili á sama stað tugum. Í öllum tilfellum voru þessi félög að öllu eða mestu leyti í beinni eigu Baugs Group.

Við stofnun félagsins sátu Stefán Hilmar Hilmarsson, Gunnar Snævar Sigurðsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson í stjórn þess. Allir voru þeir stjórnendur hjá Baugi.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í janúar sl. en skiptum var lokið hinn 8. apríl sl.

Átti Madame Tussaud í London

Félagið hélt utan um eignarhlut Baugs í breska félaginu Prestbury Ltd. Í frétt Morgunblaðsins frá árinu 2007 segir að Prestbury, sem var fjárfestingasjóður á vegum Baugs og sir Tom Hunter, hafi nýverið fest kaup á fasteignum er hýsa nafntogaða starfsemi í Bretlandi og Þýskalandi.

Kaupverðið var að jafnvirði um 80 milljarða króna. Frægasta fasteignin var vaxmyndasafn Madame Tussaud í London en meðal annarra mannvirkja voru Warwick-kastalinn í Englandi og Heide Park í Þýskalandi.

Prestbury keypti eignirnar af Merlin Entertainment Group sem leigði þær áfram til næstu 35 ára.

Vaxmynd af Adele á Madame Tussaud safninu í London. BG …
Vaxmynd af Adele á Madame Tussaud safninu í London. BG Fasteignir héldu utan um eignarhlut Baugs í Prestbury Ltd sem átti m.a. vaxmyndasafnið. AFP

Færðist á milli félaga

Í árslok 2007 var félagið komið í eigu FL Group. Í árslok 2008 var það komið í eigu Landic Property hf. Þá varð alls 86 milljóna punda tap á rekstrinum og var eigið fé félagsins neikvætt sem nam 85 milljónum punda. 

Landic Property hét áður Stoðir Group en félagið varð til við samruna Stoða, Atlas Ejendomme og Keops árið 2007. Fyrirtækið var eitt þriggja stærstu fasteignafélaga á Norðurlöndum fyrir hrun.

Landic Property lenti í miklum vandræðum eftir bankahrun og í nóvember 2009 tóku íslenskir kröfuhafar félagins yfir innlenda starfsemi þess og breyttu nafninu í Reitir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK