Íslenska verðbólgan á Tortóla?

Frá Tortóla-eyju.
Frá Tortóla-eyju. Wikipedia

Capacent segir engu líkara en að verðbólgan hafi verið lögð inn á aflandsreikning á Tortóla. Í það minnsta hafi hún ekki sést á aflandseyjunni Íslandi í nokkurn tíma.

Fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent spáir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs í apríl. Ef það gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka úr 1,5% í 1,6%.

Litlar sviptingar eru í verðlagi samkvæmt könnun Capacent. Þó er undirliggjandi eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði sem leiðir út í fasteignaverð og þ.a.l. vísitölu neysluverðs.

Velta á fasteignamarkaði er hægt og rólega að vaxa eftir að að hafa verið í lágmarki eftir áramótin. Í byrjun janúar var meðalvelta á viku um 5,9 milljarðar króna en var um 6,8 milljarðar í byrjun apríl. Capacent gerir ráð fyrir að hækkun fasteignaverðs hafi 0,12% áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunar.

Olíuverð er nú í kringum 40 dollarar tunnan eða aðeins hærra en það var að meðaltali í mars. Bensínverð er nú um 1% hærra en það var við síðustu mælingu vísitölunnar. Capacent gerir ráð fyrir að eldsneytisverð verði að meðaltali um 1% hærra í apríl en mars. Hækkun eldsneytisverðs hefur um 0,03% áhrif á vísitöluna til hækkunar.

Verð flugfargjalda lægra í apríl en mars

Samkvæmt lauslegri könnun Capacent er nokkru ódýrara að skreppa til útlanda í lok apríl en í lok mars. Innanlands virðast þó flugfargjöld að mestu óbreytt milli mánaða.

Verð flugfargjalda er mælt í lok mánaðarins en í lok mars voru páskar og eftirspurn mikil og verð því hærra. Lægra verð flugfargjalda hefur um 0,06% áhrif á vísitölu neysluverðs til lækkunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK