Úr 9 í 80 starfsmenn á 4 árum

Fá íslensk fyrirtæki hafa stækkað jafn hratt og hugbúnaðarfyrirtækið Tempo á undanförnum árum. Þegar tölvunarfræðingurinn Lúðvík Hermannsson hóf þar störf árið 2012 voru starfsmennirnir 9 en í dag eru þeir 80 í tveimur löndum. Rætt er við hann í þætti vikunnar af Fagfólkinu.

Á milli þess sem hann leiðir starfshóp innan fyrirtækisins syngur hann með karlakórnum Bartónum sem kenndur er við Kaffibarinn. Það hefur hann gert undanfarin 5 ár en kórinn hefur haslað sér völl í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og hefur m.a. komið fram með tónlistarmönnum á borð við Damien Rice.

Tempo býr til hugbúnað fyrir JIRA verkbeiðnakerfið sem notað er af 35.000 fyrirtækjum um allan heim og nota meira en 7000 þeirra viðbætur við kerfið sem Tempo hefur sett á markað. Á meðal þeirra eru stórfyrirtæki á borð við Disney, BMW, Samsung og Netflix en fyrirtækið hafði 1.218 m.kr. í rekstrartekjur á síðasta ári og var það aukning um 65% frá árinu áður.

Fagfólkið er samstarfsverkefni mbl.is og Samtaka iðnaðarins.

Sjá frétt mbl.is um afkomu fyrirtækisins á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK