Ársverðbólga stendur nú í 1,6%

Kostnaður vegna húsnæðis hækkaði um 0,4% milli mánaða. Ársbreytingin á …
Kostnaður vegna húsnæðis hækkaði um 0,4% milli mánaða. Ársbreytingin á vísitölunni nemur 1,6%.

Vísitala neysluverð hækkaði um 0,21% frá fyrra mánuði og er í apríl 433,7 stig. Vísitala án húsnæðis er 396,5 stig og hækkaði hún um 0,10% frá því í mars. Kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkar um 0,4% og er áhrif þess á vísitöluna 0,10%. Hækkun á bensíni og olíu hækkaði um 2,9% og hafði áhrif upp á 0,10%. 

Í tölum Hagstofunnar kemur fram að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitalan hækkað um 1,6% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 0,2%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2016, sem er 433,7 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK