Breytingar í stjórn SagaMedica

Sigmundur Guðbjarnason prófessor emeritus er meðal stofnenda Saga Medica, félags …
Sigmundur Guðbjarnason prófessor emeritus er meðal stofnenda Saga Medica, félags sem framleiðir heilsuvörur úr íslenskum lækningajurtum. Hann situr áfram í stjórn félagsins. Friðrik Tryggvason

Aðalfundur SagaMedica, fór fram þann 19. apríl síðastliðinn og í kjölfarið tók ný stjórn til starfa.

Miklar áherslubreytingar hafa verið hjá fyrirtækinu síðastliðna mánuði þar sem aukin áhersla verður á vöxt og uppbyggingu dreifileiða í sölu og markaðssetningu erlendis.

Í stjórn sitja sem fyrr Þórður Magnússon, stjórnarformaður og fjárfestir ásamt Sigmundi Guðbjarnasyni, prófessor og einum af stofnendum félagsins. Nýir stjórnarmeðlimir eru þau Björn Aðalsteinsson deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Vistor og fyrrum forstöðumaður sölu- og markaðsmála Actavis í Vestur-Evrópu, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrum forstjóri Actavis á Íslandi og Stefán Jökull Sveinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri þróunarsviðs Actavis á heimsvísu.

SagaMedica er frumkvöðlafyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar og framleiðslu náttúruvara úr íslenskum jurtum. SagaPro er eitt vinsælasta fæðubótarefni á Íslandi í dag og er fyrsta íslenska náttúruvaran sem gengist hefur undir klíníska rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK