Margfaldur verðmunur á útlandapakka

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Verðskrár íslenskra símfyrirtækja fyrir útlönd eru mjög mismunandi og getur verðmunurinn á hæsta og lægsta verðinu verið nærri því fjórtánfaldur. Verðið veltur að sjálfsögðu á notkun en Túristi hefur gert verðsamanburð á þjónustuleiðum símfyrirtækjanna.

Verðið, gildissvæði og skilmálar útlandapakkanna hjá fyrirtækjunum eru mjög ólíkir og sérstaklega þegar kemur að netsambandinu sem er einmitt forsenda þess að geta nýtt farsímann í annað en að hringja

Einn pakki sker sig úr að sögn Túrista en það er One Traveller hjá Vodafone því þar eru 500 megabæti innifalin í daggjaldinu (690 kr) sem er miklu meira gagnamagn en í öðrum ferðapökkum þar sem mörkin liggja við 10 til 25MB.

Af þessum sökum sé One Traveller frá Vodafone mun hagstæðari kostur en aðrar sambærilegar þjónustur á íslenska símamarkaðnum þegar kemur að gagnamagni í útlöndum.

Verðmunurinn er minnstur þegar netnotkunin er lítil en getur orðið margfaldur þegar notkunin eykst eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þannig kostar 100 megabæta notkun yfir daginn minnst með Vodafone One Traveller eða 690 kr. en hæsta verðið er 2.930 krónur í ferðapakka 365.

Stórnotandi sem þarf 750MB yfir daginn greiðir hins vegar nærri 19 þúsund krónur hjá 365 en 1.380 krónur með Vodafone One Traveller. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verðinu er því nærri fjórtánfaldur.

Í þessum samanburði Túrista er aðeins litið til verðs á gagnanotkun í ferðapökkum símafyrirtækjanna. Hjá Hringdu er þess háttar þjónustuleið ekki í boði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK