Rekinn vegna vinnustaðarástar

Darren Huston, fráfarandi forstjóri Priceline.
Darren Huston, fráfarandi forstjóri Priceline.

Forstjóri bandaríska fyrirtækisins Priceline, sem rekur samnefnda flug- og hótelleitarsíðu, hefur verið vikið frá störfum vegna náinna kynna sem hann átti með undirmanni sínum hjá fyrirtækinu. Slíkt er bannað samkvæmt siðareglum Priceline.

Darren Huston hefur þótt farsæll í sínum störfum en hann hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 2013. Vegna brotsins hefur Huston fyrirgert rétti sínum til starfslokagreiðslu og tapar hlunnindum er hann átti í formi hlutabréfa.

Jeffery Boyd, sem var forstjóri Priceline á árunum 2002 til 2013, verður bráðabirgðaforstjóri þar til staðgengill finnst.

Hlutabréf Priceline féllu um 2% í kjölfar tilkynningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK