Verðlag staðið í stað í 2 ár

Verðlag án húsnæðis hefur nánast staðið í stað í tvö …
Verðlag án húsnæðis hefur nánast staðið í stað í tvö ár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verðlagshækkanir í apríl voru undir spám helstu greiningaraðila. Verðbólgan mælist einungis 0,2% ef húsnæðisverð er ekki tekið með. 

Hagstofan birti í morgun nýjustu mælingar á vísitölu neysluverðs. Vísitalan hækkaði um 0,21% í apríl og stendur ársverðbólgan þar með í 1,6% að teknu tilliti til húsnæðisverðs. Þegar litið er fram hjá því er hún líkt og áður segir einungis 0,2%.

Greiningardeild Arion bendir á að án húsnæðis sé vísitala neysluverðs á svipuðum stað og um miðbik ársins 2014. Er það nánast einungis hækkun fasteignaverðs sem hefur drifið áfram verðbólgu undanfarin tvö ár.

Frétt mbl.is: Ársverðbólga stendur nú í 1,6%

Helstu liðir sem hækkuðu í apríl voru bensín og húsnæðisliðurinn en einnig hækkaði matarkarfan. Aðrir liðir hækkuðu minna. Flugfargjöld til útlanda stóðu nánast í stað en helstu liðir sem lækkuðu voru tómstundir og menning og póstur og sími.

Hækkanir á húsnæðisverði drífa verðbólguna áfram.
Hækkanir á húsnæðisverði drífa verðbólguna áfram. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áfram líkur á lágri verðbólgu

Líkt og áður segir hefur verðlag án húsnæðis staðið í stað frá því um miðbik ársins 2014 og hefur verðbólgan því nánast alfarið verið drifin áfram af hækkun húsnæðisverðs.

Að minnsta kosti hefur lækkun á verði innfluttra vara vegið á móti hækkun innlendra vara. Að raunvirði hefur íbúðarhúsnæði hækkað um 38% frá árinu 2010. Sé hins vegar litið til húsnæðisverðs ársins 2008 þá hefur húsnæðisverð lækkað að raunvirði um 15%. Hvorki árið 2010 né 2008 gefa líklega góða mynd af húsnæðismarkaði í jafnvægi.

Greiningardeild Arion er þeirrar skoðunar að húsnæðisverð muni halda áfram að drífa verðbólguna vegna aukins kaupmáttar og ójafnvægi í framboði og eftirspurn. Aftur á móti er gert ráð fyrir lítilli verðbólgu næstu mánuði og spáir greiningardeildin því að ársverðbólgan standi í 1,4% í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK