Allir eigi skuldlaust húsnæði

Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur. Lausnin hans nefnist ,,Strax í skjól
Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur. Lausnin hans nefnist ,,Strax í skjól".

Hallgrímur Óskarsson telur rétt að ungt fólk geti fengið fyrirframgreiddan lífeyri til að nota sem útborgun í fyrstu íbúð. Hann segir það ganga fjárhagslega upp fyrir bæði lántakendur og lífeyrissjóði og telur núvirðisreikning ásættanlegan fyrir báða aðila.

Hallgrímur  stóð í morgun fyrir kynningarfundi um húsnæðislausnina.

Lausn Hallgríms er sett þannig upp að allir verði með skuldlaust húsnæði við starfslok og að ríki og sveitarfélög fái fullar skattgreiðslur úr þeim greiðslum sem einstaklingar fá séreign og sameign og að því ljúki að áfram séu gefnar eftir skattgreiðslur sem ríki og sveitarfélög þurfi að taka á sig með tilheyrandi samdrætti á þjónustu sveitarfélaga.

25 til 30% húsnæðiskostnaður

Í tilkynningu segir að lausn Hallgríms taki mið af þeim lausnum sem hafi verið til staðar í mörgum Evrópulöndum í áratugi, þar sem ungt fólk getur fengið útborgun í íbúð lánaða í gegnum lífeyrissjóði sem greitt er í út starfsævina.

Þá sé einnig haft í huga að allir geti búið við mannsæmandi húsnæðiskostnað og að þeir sem búi við það sem Hagstofan kallar íþyngjandi húsnæðiskostnað, þ.e. að yfir 40% af launum fari í húsnæðiskostnað, geti lækkað þennan kostnað mjög verulega. Lausnin gerir ráð fyrir að enginn verði með hærri húsnæðiskostnað heldur en 25 til 30% af launum.

Innborganir verði hægt að bakfæra

Í tilkynningu er bent á að það hafi verið gagnrýnt af lífeyriskerfinu að fólk verði utan öryggisnets lífeyrisjóðakerfisins í nokkur ár sé það að fá fyrirframgreiddan lífeyri. Eiginlegar lífeyrissjóðsgreiðslur hefjist ekki fyrr en mörgum árum síðar. 

Fólk myndi þá ekki hafa þau réttindi sem barna-, maka- og örorkulífeyrir gefur. 

Í lausn Hallgríms er þetta leyst þannig að þeir sem nýta valkostinn og lenda í slysi, sem kallar á töku lífeyris, geti sótt um að innborganir inn á útborgunarlánið verði bakfærðar inn í sameignarkerfið þannig að viðkomandi einstaklingur njóti fullra réttinda eins og áður. 

Í þeim tilvikum þyrfti lífeyrissjóður og einstaklingur að vinna saman að því að greiða útborgunarlánið og ef það reynist einstaklingi um megn yrði hægt að selja íbúðina og að einstaklingurinn gæti þá leitað lausna í félagslega kerfinu. 

Að sögn Hallgríms er miðað við að húsnæðiskostnaður fari ekki …
Að sögn Hallgríms er miðað við að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25 til 30% af tekjum. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK