ESA sendir héraðsdómi athugasemdir vegna Byko-málsins

Málið vekur upp mikilvægar spurningar varðandi túlkun EES-réttar, segir í …
Málið vekur upp mikilvægar spurningar varðandi túlkun EES-réttar, segir í fréttatilkynningu frá ESA. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent Héraðsdómi Reykjavíkur skriflegar athugasemdir í máli Samkeppniseftirlitsins gegn Byko ehf. og Norvík hf. Málið varðar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í maí 2015 þar sem Norvík hf. var gert að greiða 650 milljóna króna sekt fyrir brot dótturfyrirtæki síns, Byko ehf., á samkeppnisreglum.

Þetta er í fyrsta skipti sem ESA sendir athugasemdir til íslensks dómstóls.

Málið vekur upp mikilvægar spurningar varðandi túlkun EES-réttar, segir í fréttatilkynningu frá ESA: Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem taldi brot Byko ehf. ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið, og taldi ekki sýnt fram á að brotið hefði verið gegn samkeppnisreglum EES-réttar. Lækkaði áfrýjunarnefndin því sektina í 65 milljónir króna. Í febrúar 2016 höfðaði Samkeppniseftirlitið svo mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er krafist að Norvík hf. verði gert að greiða 650 milljóna króna sekt í málinu. Það er í því máli sem ESA leggur fram athugasemdir.

Athugasemdir ESA varða hvenær á að beita samkeppnisreglum EES-réttar (þ.e. þegar aðgerðir geta haft áhrif á viðskipti) og um varnaðaráhrif sekta í samkeppnismálum.

Samkeppnisyfirvöldum og dómstólum aðildarríkjanna er skylt að beita samkeppnisreglum EES-réttar þegar málsatvik falla innan gildissviðs EES-samningsins. Þeim ber einnig að tryggja að reglunum sé beitt af skilvirkni.

Í samningnum um stofnun ESA er stofnuninni veitt heimild til að veita ábendingar og leggja fram athugasemdir („amicus curiae“) fyrir dómstólum EFTA-ríkjanna til að stuðla að því að samkeppnisreglum EES-réttar sé beitt með samræmdum hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem ESA sendir athugasemdir til íslensks dómstóls en stofnunin hefur í tvígang lagt fram athugasemdir fyrir norskum dómstólum. Athugasemdir ESA eru ráðgefandi fyrir dómstólinn.

Upplýsingaskjal varðandi amicus curiae athugasemdir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK