Helsta klappstýra Apple selur bréfin

Hlutabréf Apple hafa lækkað töluvert í vikunni.
Hlutabréf Apple hafa lækkað töluvert í vikunni. AFP

Fjárfestirinn Carl Icahn, sem hefur verið nefndur ein helsta klappstýra Apple, hefur selt alla hluti sína í félaginu. Hann var stór hluthafi og átti um 46 milljónir hluta. Eftir að Icahn tilkynnti söluna lækkuðu hlutabréf Apple um 2%. Alls hafa bréfin lækkað um 9% í vikunni eftir lélegt uppgjör. Icahn hefur áhyggjur af stöðu Apple í Kína. 

Í vikunni kynnti Apple fyrsta uppgjörið í þrettán ár sem fól í sér tekjusamdrátt milli ára og vísaði fyrirtækið meðal annars til markaðsaðstæðna í Kína. Kína er næststærsti markaður Apple en Icahn hefur áhyggjur af getu fyrirtækisins til að marka sér stærri hlutdeild þar í landi og vísaði m.a. til þess að kínversk stjórnvöld gætu gert bandaríska tæknirisanum erfitt fyrir.

Frétt mbl.is: 13 ára sigurgöngu Apple lokið

Kemur kannski aftur

Icahn segist þó opinn fyrir því að fjárfesta aftur í Apple ef staða fyrirtækisins í Kína verður stöðugri. Þá hrósaði hann Tim Cook, fostjóra Apple, og sagði hann standa sig vel. „Ég segi það ekki um marga forstjóra,“ sagði hann í samtali við CNBC.

Hlutabréf Apple hafa reynst Icahn vel í gegnum tíðina og hefur hann að eigin sögn grætt um tvo milljarða dollara á þeim. Icahn keypti hlutinn árið 2013 og hefur margoft lofað fyrirtækið og hlutabréf þess opinberlega.

Icahn þegar hann keypti hlutinn í Apple.
Icahn þegar hann keypti hlutinn í Apple.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK