Verðmæti samningsins 1,2 milljarðar

Landsnet gekk í dag frá samningi vegna tengingar iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík við Þeistareykjavirkjun og raforkuflutningskerfið en verðmæti samningsins er 1,2 milljarðar króna. Reiknað er með að jarðvinna vegna framkvæmdanna hefjist í júní á þessu ári en báðum verkhlutum skal vera að fullu lokið 15. september 2017.

„Þetta er ánægjulegur áfangi í þeim nýframkvæmdum sem við erum af fara af stað með á Norðausturlandi til að tengja Bakka við Þeistareykjavirkjun og virkjunina við meginflutningskerfið okkar í Kröflu. Samningar um byggingu nýs tengivirkis í Kröflu verður einnig tilbúinn fljótlega. Það er mikilvægt að þetta gangi allt vel þar sem gert er ráð fyrir að afhending raforku á Bakka geti hafist eigi síðar en 1. nóvember 2017," er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK