Fjölmargir vilja ferðast frítt með WOW

Skúli Mogensen, forstjóri WOW. Félagið ætlar að halda fjórum ferðalöngum …
Skúli Mogensen, forstjóri WOW. Félagið ætlar að halda fjórum ferðalöngum uppi í sumar. Rax / Ragnar Axelsson

Fjölmargir hafa þegar sótt um að fá að ferðast í boði WOW í sumar. Flugfélagið ætla að halda fjórum ferðalöngum uppi og greiða fyrir flug, hótel og uppihald. Flestar umsóknir eru frá Bandaríkjunum að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW.

Einstaklingarnir fjórir sem verða fyrir valinu eiga að taka ferðasöguna upp á Snapchat og geta fylgjendur WOW fylgst með ævintýrinu. Þar sem starfið felst í vinnslu með Snapchat er umsóknin í sama formi. Umsækjendur eiga taka upp myndskeið, sem í mesta lagi er tveggja mínútna langt, og senda til WOW.

Ferðalangarnir verða kynntir til leiks 17. maí nk.

Áfangastaðir WOW eru í dag 28 talsins og munu þeir sem taka þátt ferðast milli þeirra. Hver ferð verður allt frá 3 til 8 daga löng.

Kostnaðurinn ekki kominn í ljós

Svanhvít segir fólk hvaðanæva að geta sótt um að taka þátt og virðast flestar umsóknir á þessum tímapunkti vera frá Bandaríkjunum. 

Aðspurð hvað flugfélagið geri ráð fyrir miklum kostnaði í verkefnið segir Svanhvít erfitt að segja til um það í dag. Ekki séð búið að negla áfangastaðina nákvæmlega niður og verður það unnið í samráði við ferðalangana fjóra.

Aðspurð hverju sé verið að leita eftir í fari umsækjenda segir Svanhvít að félagið sé fyrst og fremst að leita að fólki sem er skapandi, skemmtilegt, hafi gaman að ferðalögum, sé sniðugt á Snapchat og að lokum með hinn svokallaða „WOW-faktor.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK