Eiga að yfirfara hagsmunaskráningu

Komi í ljós við yfirferð að annmarkar hafi verið á …
Komi í ljós við yfirferð að annmarkar hafi verið á hagsmunaskráningu lífeyrissjóðs óskar Fjármálaeftirlitið eftir því að vera upplýst um slíkt án tafar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaeftirlitið hefur sent fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og vátryggingafélögum dreifibréf þar sem hvatt er til að þessir aðilar yfirfari hagsmunaskráningu stjórnenda og starfsmanna sinna með hliðsjón af lögum sem nánar eru tiltekin í dreifibréfunum.

Fréttir um hagsmunaskráningu, eða skort á henni, hafa vakið athygli að undanförnu. Framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna Stapa og Sameinaða lífeyrissjóðsins sögðu upp störfum eftir að í ljós kom að þeir gátu ekki aflandsfélaga í sinni eigu í hagsmunaskráningu.

Frétt mbl.is: Hættir hjá Stapa vegna Panamaskjala

Frétt mbl.is: Kristján lætur af störfum

Í bréfi FME til lífeyrissjóða segir: „Í ljósi umræðna síðustu daga um aflandsfélög og skattaskjól hvetur Fjármálaeftirlitið lífeyrissjóði til að yfirfara hagsmunaskráningu stjórnenda og starfsmanna sinna með eftirfarandi lagaákvæði í huga.“

Farið er yfir viðeigandi lagaákvæði í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, er segir að framkvæmdastjóra sé óheimilt að taka þátt í atvinnurekstri nema að fengnu leyfi stjórnar.

„Í framangreindu felst að stjórnarmönnum og starfsmönnum lífeyrissjóðs, sem undir reglurnar heyra, er skylt að tilkynna lífeyrissjóðnum tafarlaust um öll eigin viðskipti sem stjórnarmenn og starfsmenn stofna til og ber lífeyrissjóðnum að halda skrá um eigin viðskipti stjórnarmanna og starfsmanna hans,“ segirFME til að taka af allan vafa.

Panamaskjölin hafa leitt til umræðu um hagsmunaskráningar.
Panamaskjölin hafa leitt til umræðu um hagsmunaskráningar. AFP

Gæti að orðsporinu

Þá segir að lífeyrissjóðir þurfi að gæta að orðsporsáhættu.

„Fjármálaeftirlitið telur mikilvægt að lífeyrissjóðir gæti að orðsporsáhættu sinni sem einingar tengdar almannahagsmunum. Sjóðfélagar eigi að geta treyst því að hagsmunaskráning stjórnenda og starfsmanna sé í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda. Komi í ljós við yfirferð að annmarkar hafi verið á hagsmunaskráningu lífeyrissjóðs óskar Fjármálaeftirlitið eftir því að vera upplýst um slíkt án tafar.“

Hið sama segir í bréfinu til fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga þrátt fyrir að vísað sé í önnur en sambærileg lagaákvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK