Fær næstu sex mánuði greidda

Kristján Örn Sig­urðsson, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins
Kristján Örn Sig­urðsson, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins sem hætti störfum í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin fær greiddan sex mánaða uppsagnarfrest. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa fær ekki greiddan uppsagnarfrest. Hvorugur þeirra á rétt á starfslokagreiðslum.

Kári Arn­ór Kára­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa, hætti störfum hinn 23. apríl sl., áður en umfjöllun Kastljóss um þátt lífeyrissjóðanna í Panamaskjölunum var sýndur.

Frétt mbl.is: Hættir hjá Stapa vegna Panamaskjala

Kristján Örn Sig­urðsson, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins, lét af störfum á miðvikudaginn í síðustu viku.

Frétt mbl.is: Kristján lætur af störfum

Lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsti eftir nýjum framkvæmdastjóra á laugardaginn og í samtali við mbl segist Þórarinn Sverrisson, stjórnarformaður sjóðsins, ekki vita hvort margir hafi sýnt starfinu áhuga en Capacent sér um ráðninguna. Umsóknarfrestur rennur út þann 15. maí nk.

Segir hann þó að einn hafi verið búinn að sýna starfinu áhuga áður en það var auglýst. 

Aðspurður hvort Kári eigi rétt á starfslokagreiðslu eða fái greiddan uppsagnarfrest í kjölfar starfslokanna svarar Þórarinn neitandi. Hann segir Kára hafa hætt störfum samstundis og að hann eigi ekki rétt á frekari launagreiðslum.

Kári Arnór hafði stýrt líf­eyr­is­sjóði í 23 ár. Fyrst stýrði hann Líf­eyr­is­sjóði Norð­lend­inga, sem sam­ein­að­ist svo Líf­eyr­is­sjóði Aust­ur­lands 2007, undir merkjum Stapa - líf­eyr­is­sjóðs.

Auglýsa starfið bráðlega

Ólafur Haukur Jónsson, skrif­stofu­stjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum, hefur starfað sem tímabundinn framkvæmdastjóri eftir að Kristján lét af störfum.

Starf framkvæmdastjóra hefur ekki verið auglýst en Ólafur segir að það verði gert á næstu dögum.

Aðspurður um launa- og starfslokagreiðslur segir Ólafur að Kristján eigi ekki rétt á starfslokagreiðslu. Hann á hins vegar rétt á sex mánaða greiddum uppsagnarfresti samkvæmt ráðningarsamningi. 

Ólafur vill þó ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og bendir á að tilkynning frá sjóðnum um þessi efni verði birt á heimasíðu Sameinaða lífeyrissjóðsins í vikunni.

Kristján Örn stýrði Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðnum í ellefu ár, eða frá ár­inu 2005.

Létu ekki vita af aflandsfélögum

Í umfjöllun um Panamaskjölin kom fram að Kristján Örn, fram­kvæmda­stjóri Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins, var skráður fyrir tveim­ur af­l­ands­fé­lög­um. Annað var Mika As­set, sem var skráð í Panama 2007 í gegn­um Lands­bank­ann í Lúx­em­borg. Hitt var Fulcas Inc. sem stofnað var í Panama 2009 í gegn­um Nordea-bank­ann.

Kári var skráður fyr­ir tveim­ur af­l­ands­fé­lög­um, ann­ars veg­ar Hola Hold­ing, sem Kaupþing stofnaði í Lúx­em­borg árið 1999, og hins veg­ar Ut­vort­is Ltd., sem MP banki stofnaði á Bresku Jóm­frúareyj­un­um árið 2004. Í Kast­ljósi í gær kom fram að Hola Hold­ing fékk tuga millj­óna króna lán frá Kaupþingi og Ut­vort­is velti tug­um millj­óna króna á þriggja ára starfs­tíma sín­um.

Hvorugur þeirra hafði getið félaganna í hagsmunaskráningu.

Gæta að orðsporinu

Líkt og mbl greindi frá fyrr í dag hefur Fjár­mála­eft­ir­litið sent fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, líf­eyr­is­sjóðum og vá­trygg­inga­fé­lög­um dreifi­bréf þar sem hvatt er til að þess­ir aðilar yf­ir­fari hags­muna­skrán­ingu stjórn­enda og starfs­manna sinna með hliðsjón af lög­um sem nán­ar eru til­tek­in í dreifi­bréf­un­um.

Í bréfi FME segir að lífeyrissjóðir þurfi að gæta að orðspori sínu.

„Fjár­mála­eft­ir­litið tel­ur mik­il­vægt að líf­eyr­is­sjóðir gæti að orðsporsáhættu sinni sem ein­ing­ar tengd­ar al­manna­hags­mun­um. Sjóðfé­lag­ar eigi að geta treyst því að hags­muna­skrán­ing stjórn­enda og starfs­manna sé í sam­ræmi við lög og regl­ur sem þar um gilda. Komi í ljós við yf­ir­ferð að ann­mark­ar hafi verið á hags­muna­skrán­ingu líf­eyr­is­sjóðs ósk­ar Fjár­mála­eft­ir­litið eft­ir því að vera upp­lýst um slíkt án taf­ar.“

Frétt mbl.is: Eiga að yfirfara hagsmunaskráningu

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/05/02/eiga_ad_yfirfara_hagsmunaskraningu/

Kári Arn­ór Kára­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa
Kári Arn­ór Kára­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa
Panamaskjölin svokölluðu leiddu til breytinga hjá lífeyrissjóðunum.
Panamaskjölin svokölluðu leiddu til breytinga hjá lífeyrissjóðunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK