Landsbankinn selur 23,3% í Eyri

Landsbankinn auglýsir Eyrir Invest til sölu.
Landsbankinn auglýsir Eyrir Invest til sölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsbankinn auglýsir í dag til sölu allan eignarhlut sinn í fjárfestingarfélaginu Eyri Invest. Er um að ræða 23,3% alls hlutafjár í félaginu.

Í auglýsingunni kemur fram að Eyrir Invest á 29,3% hlut í Marel hf. og 33,7% hlut í fjárfestingarfélaginu Eyrir Sprotar slhf. sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum. Var eiginfjárhlutfall Eyris 54,5% um síðustu áramót.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir það hafa verið stefnu bankans að minnka stöður í óskráðum hlutabréfum og hafi áður komið fram að bankinn hefði í hyggju að selja hlut sinn í Eyri Invest.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK