Mayer gæti fengið milljarða

Marissa Mayer, forstjóri Yahoo.
Marissa Mayer, forstjóri Yahoo. AFP

Greint var frá starfslokasamningi Yahoo við forstjórann Marissu Mayer þegar fyrirtækið uppfærði afkomuspá sína á föstudaginn. Ef fyrirtækið verður selt og Mayer rekin í kjölfarið fær hún um 55 milljónir dala, eða 6,7 milljarða króna.

Yahoo hefur verið í frjálsu falli og hlutabréf félagsins lækkuðu um 33% á síðasta ári. 

Þrátt fyrir að Mayer eigi rétt á 55 milljónum dala er minnihlutinn í beinhörðum peningum, eða „aðeins“s 3 milljónir dala, sem jafngildir 366 milljónum króna. Meirihlutinn er fólginn í hlutabréfum.

Á föstudaginn var einnig greint frá því að Mayer þurfti að taka á sig umtalsverða launalækkun á síðasta ári. Tekjurnar áttu að hljóða upp á 36 milljónir dala en voru að lokum um 14 milljónir dala.

Þetta er gríðarleg lækkun milli ára en launin hennar námu 42 milljónum dala árið 2014.

Þá kom einnig í ljós að Yahoo greiddi enga bónusa í fyrra. 

Yahoo hefur átt í verulegum erfiðleikum undanfarið og var 15% af starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp á síðasta ári. Þrátt fyrir ýmsar hagræðingaraðgerðir tapaði fyrirtækið 99 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Frétt mbl.is: Ofurkonan sem verður kannski rekin

Frétt mbl.is: Daily Mail skoðar kaup á Yahoo

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK