Rauður morgunn í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hlutabréf nánast allra skráðra félaga lækkuðu við opnun Kauphallarinnar í morgun. Dýfan var skörp en einhver félög eru að rétta aftur úr sér.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,68% þegar þetta er skrifað. Tryggingafélögin og N1 ásamt Marel leiða lækkunina í dag en sömu félög héldu aftur af lækkuninni á föstudag þegar úrvalsvísitalan lækkaði um liðlega 4% og verðmæti skráðra félaga rýrnaði um tæpa 27 milljarða króna.

Fjárfestar nýta sér lækkunina

Icelandair Group leiddi lækkunina á föstudag þegar bréf félagsins lækkuðu um rúm 7,5%. Lækkunin hélt áfram við opnun markaða í morgun en hlutabréf félagsins eru hins vegar að rétta aftur úr kútnum þegar þetta er skrifað. Lækkunin nemur nú um 1,4%.

Má gera ráð fyrir að einhverjir fjárfestar hafi séð sér leik á borði eftir töluverða lækkun og fjárfest í bréfum á lægra gengi.

Viðskipti með bréf félagsins hafa engu að síður verið gríðarlega mikil og eru alls 42 talsins í dag. Veltan nemur 736 milljónum króna og er þetta langmesta velta félags í Kauphöllinni í dag.

Frétt mbl.is: Icelanda­ir tap­ar 2 millj­örðum

Hlutabréf Icelandair hafa lækkað mikið eftir að síðasta uppjör var …
Hlutabréf Icelandair hafa lækkað mikið eftir að síðasta uppjör var kynnt.

Marel lækkar

Hlutabréf Marel hafa lækkað um 2,73% í viðskiptum dagsins en í morgun var greint frá sölu á stórum hluta í félaginu. Landsbankinn er að selja allan eignarhlut sinn í fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu Eyri In­vest.

Alls er um að ræða 23,3% alls hluta­fjár í fé­lag­inu. Eyrir Invest á 29,3% hlut í Marel.

Ekkert félag hefur hækkað í viðskiptum dagsins en gengi hlutabréfa Nýherja, Össurar og Símans hefur staðið í stað.

Frétt mbl.is: Jólapakkavonbrigði í Kauphöll

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK