Tíundi hluti Icelandair þurrkast út

Icelandair hefur tekið skarpa dýfu í Kauphöllinni.
Icelandair hefur tekið skarpa dýfu í Kauphöllinni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hlutabréf Icelandair héldu áfram að lækka í dag. Frá opnun markaða á föstudag og fram til lokunar í dag hafa hlutabréf félagsins lækkað um 10,6%. Jafngildir það því að markaðsvirði Icelandair hafi lækkað um 20,7 milljarða króna.

Við opnun markaða á föstudag var gengi Icelandair í 38,9 en við lokun markaða í dag var það 34,75.

Markaðurinn hefur brugðist harkalega við uppgjöri félagsins sem var birt á fimmtudaginn sl. en væntingarnar höfðu verið miklar. Samkvæmt því tapaði Icelandair tveimur milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Frétt mbl.is: Icelandair tapar 2 milljörðum

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMX18, lækkaði um 2,62% í viðskiptum dagsins.

Icelandair leiddi lækkunina en bréf Marel lækkuðu einnig mikið, eða um 3,13%. 

Þá var lækkun nokkurra félaga yfir 2%, þ.e. hjá N1, Sjóvá, TM, Reginn og Eik.

Ekkert félag hækkaði í viðskiptum dagsins en hlutabréf Símans og Nýherja stóðu í stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK