Birtir til í Kauphöllinni

Hlutabréf Icelandair eru aftur á uppleið.
Hlutabréf Icelandair eru aftur á uppleið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Töluverðar hækkanir hafa verið í Kauphöllinni í dag og virðist markaðurinn vera að ná sér aftur á strik í kjölfar niðursveiflu eftir kynningu á ársfjórðungsuppgjörum í síðustu viku.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,7% það sem af er degi.

Hlutabréf Icelandair eru á hraðri uppleið og hafa hækkað um 3,6% í 1,2 milljarða króna viðskiptum í dag. Icelandair leiðir þar með hækkanir dagsins og virðast fjárfestar mögulega hafa séð sér leik á borði og keypt bréfin á lægra gengi eftir lækkanir í gær og á föstudaginn.

Líkt og mbl greindi frá í gær lækkuðu bréf félagsins á föstudag og í gær samtals um 10,6%. Það jafngildir því að markaðsvirði Icelandair hafi lækkað um 20,7 milljarða króna á þessum tveimur dögum. 

Frétt mbl.is: Tíundi hluti Icelandair þurrkast út

Fyrir utan Icelandair er einungis N1 sem nær yfir 3% hækkun en þar nemur hækkunin 3,16% í 309 milljóna króna viðskiptum.

Hækkanir nokkurra félaga eru yfir 2%.

Aðeins hafa bréf Össurar lækkað í dag og nemur lækkunin 1,47%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK