GAMMA greiðir 100 milljóna arð

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA.
Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA hækkaði umtalsvert milli ára og nam 416 milljónum króna á síðasta ári miðað við 258 milljóna króna hagnað árið 2014.

Félagið GAMMA Capital Management hf., heldur utan um rekstur GAMMA. Stærstu eigendur eru Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Agnar Tómas Möller, verkfræðingur. GAMMA er með um 60 milljarða króna í stýringu fyrir m.a. lífeyrissjóði, tryggingarfélög, innlendar og erlendar bankastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Gísli og Agnar eiga hvor um sig tæplega 31% hlut í félaginu.

Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verið 100 milljóna króna arður til hluthafa.

Í ársreikningi GAMMA kemur fram að umsýslu- og árangurstengdar þóknanir hafi numið um einum milljarði króna í fyrra samanborið við 648 milljónir króna árið áður. Hreinar rekstrartekjur voru rúmur milljarður króna miðað við 792 milljónir króna á árið 2014.

Rekstrargjöld námu samtals 538 milljónum króna og voru launatengd gjöld stærsti kostnaðarliðurinn.

Eignir félagsins nema samtals rúmum 1,3 milljörðum króna og félagið skuldar 426 milljónir. Eigið fé er jákvætt um 922 milljónir króna samanborið við 666 milljónir króna í lok árs 2014.

Í ársreikningnum kemur fram að Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri, var með 23,3 milljónir króna í laun á síðasta ári, eða um tvær milljónir króna á mánuði. Fengu stjórnarmenn greiddar 6,8 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK