Lítil eftirspurn í HB Granda útboði

Kristján Loftsson, stjórn­ar­formaður HB Granda.
Kristján Loftsson, stjórn­ar­formaður HB Granda. Rax / Ragnar Axelsson

Ein­ung­is um átján pró­sent þeirra hluta í HB Granda sem Hampiðjan bauð til sölu seld­ust í útboði. Alls voru boðnir til sölu um 160 millj­ón­ir hluta en fjár­fest­ar keyptu 28,4 millj­ón­ir hluta á geng­inu 35,6.

Sölu­and­virðið er sam­kvæmt því um einn millj­arður króna en hefði heild­ar­hlut­ur­inn selst á sama gengi hefði and­virðið numið um 5,7 millj­örðum króna.

Í til­kynn­ingu Hampiðjunn­ar til Kaup­hall­ar­inn­ar er vísað til erfiðra markaðsaðstæðna.

Meti Hampiðjan markaðsaðstæður hag­stæðar síðar meir kann fé­lagið að skoða frek­ari áform um sölu á eft­ir­stand­andi eign­ar­hlut.

Líkt og mbl greindi frá á dög­un­um var Hampiðjan að reyna selja 8,79 pró­sent hlut í HB Granda til að fjár­magna kaup á fær­eyska fyr­ir­tæk­inu P/​​f Von. Hampiðjan er þriðji stærsti hlut­hafi HB Granda.

Frétt mbl.is: Kristján los­ar hlut í HB Granda

Fé­lög­in Hampiðjan og HB Grandi eru bæði að mestu leyti í eigu systkin­anna Kristjáns Lofts­son­ar, stjórn­ar­for­manns HB Granda, og Birnu Lofts­dótt­ur auk Sig­ríðar Vil­hjálms­dótt­ur. Hampiðjan hef­ur verið hlut­hafi í HB Granda um ára­bil.

Fé­lagið Vog­un hf. er stærsti hlut­hafi Hampiðjunn­ar og jafn­framt stærsti hlut­hafi HB Granda.Vog­un hf. er í eigu Hvals hf., sem aft­ur er í eigu Fisk­veiðahluta­fé­lags­ins Ven­us­ar hf. 

Ven­us er að lok­um í eigu Kristjáns, Birnu og Sig­ríðar.

Hafa tryggt fjár­mögn­un

Í upp­haf­legri til­kynn­ingu um útboðið sagði að Hampiðjan hafði þegar tryggt fjár­mögn­un á viðskipt­un­um en að fé­lagið hefði áhuga á að skoða mögu­leik­ann á að fjár­magna viðskipt­in að hluta eða í heild með sölu hluta­bréfa­eign­ar í HB Granda hf. 

Gengi hluta­bréfa HB Granda hafa lækkað um 2,95 pró­sent í 1,3 millj­arða króna viðskipt­um í Kaup­höll­inni í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK