Spá óbreyttum stýrivöxtum

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lítið hefur gerst frá síðasta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem ætti að kalla á breytingu vaxta. Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega frá síðasta fundi og verðbólguhorfurnar af þeim sökum batnað, a.m.k. til skamms tíma

AGS lækkaði einnig verðbólguspá sína fyrir Ísland og gerir stofnunin nú ráð fyrir að verðbólgan verði að 2,6% á þessu ári en síðasta spá AGS frá því í október í fyrra hafði gert ráð fyrir um 4,5% verðbólgu á árinu.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem spáir óbreyttum stýrivöxtum við næstu ákvörðun sem verður þann 11. maí nk. Við síðustu ákvörðun í mars ákvað nefndin að halda vöxtunum óbreyttum í 5,75%.

Verðbólga mæld á 12 mánaða grundvelli mældist 1,5% í mars og 1,6% í apríl. Spá Seðlabankans frá því í febrúar gerir ráð fyrir að hún verði áfram lág á næstu mánuðum og fari ekki yfir verðbólgumarkmiðið fyrr en á fjórða ársfjórðungi.

Spár um einkaneyslu og útflutning líklega hækkaðar

Óvissan um vaxtaákvörðunina nú felst einna helst í því að Seðlabankinn birtir um leið nýja þjóðhags- og verðbólguspá og gætu einhverjar breytingar á henni kallað að hertara aðhald nú, segir hagfræðideildin, sem telur mjög líklegt að spár um vöxt einkaneyslu og útflutning verði hækkaðar allnokkuð miðað við fyrri spá Seðlabankans.

Ef marka má tölur um kortaveltu hefur vöxtur einkaneyslu verið töluvert meiri á fyrstu mánuðum ársins en Seðlabankinn spáði í febrúar að yrði yfir árið í heild.

Hagfræðideildin bendir einnig á að samanburður á útflutningsspám Seðlabankans annars vegar í febrúar og hins vegar maí á hverju ári sýni að Seðlabankinn hafi ávallt hækkað spána milli þessara tímapunkta á árunum 2012 til 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK