„Mér þykir það miður“

Wright virðist ekki geta fært sönnur á staðhæfingu sína um …
Wright virðist ekki geta fært sönnur á staðhæfingu sína um að hann sé höfundur Bitcoin. AFP/KAREN BLEIER

Athafnamaðurinn Craig Wright, sem sagðist á dögunum vera maðurinn á bakvið rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin, virðist hafa dregið til baka yfirlýsingu sína um að færa óyggjandi sönnur á sannleiksgildi afhjúpunnar sinnar.

Frétt mbl.is: Skapari Bitcoin afhjúpar sig

Wright hét því á þriðjudag að hann myndi leggja fram „ótrúleg sönnunargögn“ til staðfestingar á því að hann væri sannarlega hinn dularfulli Satoshi Nakamoto, höfundur Bitcoin, en í dag birtist afsökunarbeiðni á bloggsíðu hans þar sem segir það sér ofviða að leggja áralanga nafnleynd að baki.

Afsökunarbeiðnin felur ekki í sér viðurkenningu á því að Wright sé ekki Nakamoto en athafnamaðurinn segist ekki búa yfir hugrekki til að takast á við athyglina og efasemdirnar.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK