KFC kynnir ætt naglalakk

Naglalakkið er til drapplitað og rautt.
Naglalakkið er til drapplitað og rautt. Mynd/KFC

Skyndibitakeðjan Kentucky Fried Chicken hefur hafið framleiðslu á ætu naglalakki. Tveir litir og jafnframt tvær bragðtegundir eru í boði. Drapplitað með hefðbundnu KFC bragði (e. Original) og rautt með sterku bragði (e. Hot and Spicy).

Á að vera hægt að sleikja naglalakkið margsinnis og finna bragðið í hvert skipti.

Naglalakkið er framleitt í samstarfi við auglýsingarisann Ogilvy & Mather og er einungis í boði í Hong Kong. Að sögn KFC er naglalakkið framleitt úr náttúrulegum hráefnum og á því að vera öruggt að innbyrða.

Í samtali við CNN segir John Koay, hönnunarstjóri hjá Ogilvy & Mather, að formúlan að naglalakkinu sé einstök að því leyti að bragðið helst í lengri tíma auk þess sem gljáinn er svipaður og á hefðbundnu naglalakki. Hann segir herferðina í tengslum við naglalakkið eiga að vera skemmtilega og auka áhuga á KFC í Hong Kong.

KFC hefur beðið viðskiptavini um að velja á milli tegundanna tveggja og er ætlunin að setja aðra þeirra í fjöldaframleiðslu.

Skyndibitakeðjan hefur auglýst naglalakkið duglega á samfélagsmiðlum og má þar m.a. finna myndbandið hér að neðan þar sem fólk dansar og spilar á hljóðfæri milli þess að sleikja KFC-naglalakkið.

Mynd/KFC
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK