Tapa milljarði vegna ólöglegrar dreifingar

mbl.is/Kristinn

Tap innlendra aðila vegna ólöglegs streymis og dreifingar á höfundarréttarvörðu efni á netinu er talið nema 1,1 milljarði króna á ári.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins þar sem vísað er í nýja skýrslu um umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi sem Capacent vann fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kynningariðnaði (FRÍSK) og kynnt verður á morgunverðarfundi SI, FRÍSK og Samtök verslunar og þjónustu á morgun. Þar verður fjallað um íslenskan afþreyingariðnað í erlendri samkeppni. Ennfremur segir að 37% landsmanna stundi ólöglegt streymi og niðurhal.

„Fjöldi ársverka í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði hér á landi er um 1.300 talsins. Heildarvelta framleiðslu og dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis ásamt kvikmyndasýningum, dagskrárgerð og útsendingum sjónvarps og útvarps var 34,5 milljarðar króna árið 2014 og hefur veltan aukist um rúm 37% frá árinu 2009,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK