Fella niður Pace-málið

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Brynjar Gauti

Hannes Þór Smárason, oftast kenndur við FL-Group, var með prókúru í panamíska félaginu Pace Associates Corp. þegar það fékk þriggja milljarða króna lán frá Fons eignarhaldsfélagi árið 2007.

Pace fékk einnig 50 milljóna evra lán frá Landsbankanum gegn veði í hlutabréfum í félaginu sjálfu. Lánveiting Fons til félags Hannesar hefur verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en málið hefur verið látið niður falla.

Reykjavík Media greinir frá. 

Hlutabréf í félaginu voru gefin út á handhafa en í þeim tilvikum var það oftar en ekki prókúruhafinn sem var hinn raunverulegi eigandi. Jafnvel þó að Hannes hafi ekki verið raunverulegur eigandi félagsins hafði hann svo mikil völd með prókúru sinni að hann gat farið með eignir félagsins og það sjálft eins og hann væri eigandinn. Hann hafði því yfirráð yfir milljörðunum. 

Þetta kemur fram í gögnum frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem lekið var til Süddeutsche Zeitung, sem deildi þeim með alþjóðlegum samtökum rannsóknarblaðamanna, sem svo aftur deildu þeim með rúmlega 100 fjölmiðlum, þar á meðal Reykjavik Media.

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál vegna þriggja milljarða króna lánveitingar eignarhaldsfélagsins Fons til Pace Associates í apríl 2007, eins og kemur fram í frétt RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK