„Gaman að vinna á karlavinnustað“

„Það er gaman að vinna á karlavinnustað, ég svosem þekki ekkert annað,“ segir Ásta Marý Stefánsdóttir, vélvirki hjá Marel. Hún myndi þó vilja sjá fleiri konur í greininni enda sé starfið hjá Marel bæði skemmtilegt og skapandi. Hún fór í vélvirkjanámið eftir að hafa verið á vélaverkstæði föður síns frá blautu barnsbeini og utan vinnu er hún í krefjandi söngnámi.

Rætt er við Ástu Marý í þætti vikunnar af Fagfólkinu sem er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins og mbl.is. Þótt hún sé í námi í óperusöng syngur hún einnig með hljómsveitinni Skaramú á Akranesi og í myndskeiðinu má sjá og heyra Ástu Marý syngja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK