Vilja auðlegðarskattinn aftur

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Eggert Jóhannesson

Alþýðusamband Íslands vill að auðlegðarskattur verði tekinn upp að nýju, veiðigjöld hækkuð og að lagður verði „alvöru hátekjuskattur á ofurlaun.“

Þetta kemur fram í tillögum hagdeildar ASÍ sem eiga að mati samtakanna að vera til þess fallnar að treysta efnahagslegan stöðugleika og félagslega velferð.

Í grein sem birt var á heimasíðu ASÍ í gær er bent á að fjármálaráðherra hafi á dögunum lagt fram tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021. ASÍ segir það vera jákvætt að setja ramma um markmið í opinberum fjármálum til næstu ára. Forgangsröðunin sem birtist í áætluninni valdi hins vegar verulegum vonbrigðum.

„Stefnt að því að auka misskiptingu“

„Í fjármálaáætluninni birtast vísbendingar um hvernig stjórnvöld hyggjast nýta opinber fjármál til að forgangsraða verkefnum og skipta byrðum í samfélaginu næstu árin. Ljóst er að sú stefna sem sett er fram viðheldur þeirri vegferð sem stjórnvöld hafa verið á við að auka misskiptingu og veikja innviði velferðarsamfélagsins,“ segir í tilkynningu ASÍ og bætt er við að frá upphafi kjörtímabilsins hafi skattkerfisbreytingar einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólk. „Þar er skemmst að minnast afnáms auðlegðarskatts og lækkun veiðigjald.“

Á móti því sem lagt er til að auðlegðarskattur verði tekinn upp að nýju, veiðigjöld hækkuð og að hátekjuskattur verði hækkaður er lagt til að barna- og húsnæðisbótakerfin verði efld og að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga auk þess sem fjármagni verði varið í uppbyggingu leiguíbúðakerfis.

Þá er lagt til að fæðingarorlofsgreiðslur verði hækkaðar og fæðingarorlof lengt til samræmis við niðurstöður starfshóps um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK