Kaupir bókaverslun á Húsavík

Penninn hefur keypt rekstur Bókaverslunar Þórarins Stefánssonar á Húsavík af Friðriki Sigurðssyni og Magneu Magnúsdóttur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Pennanum. Haft er eftir þeim Friðriki og Magneu að þau hafi rekið verslunina undanfarin 15 ár og telji að tímabært sé að breyta til.

„Samtímis kaupir félag tengt Pennanum fasteign Bókaverslunarinnar að Garðarsbraut 9. Bókaverslun Þórarins Stefánssonar var stofnuð árið 1909 og þar hafa óslitið síðan verið seldar bækur, ritföng og gjafavara og síðar einnig raftæki og minjagripir,“ segir enn fremur.

Penninn rekur 15 verslanir undir nafni Pennans/Eymundsson á landinu þar af níu á höfuðborgarsvæðinu. Penninn áformar að reka verslunina á Húsavík undir eigin nafni í húsnæðinu að Garðarsbraut 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK