Rúmin ekki seld á fyrra verði

Myndin tengist fréttinni ekki beint en Neytendastofa hefur sektað Betra …
Myndin tengist fréttinni ekki beint en Neytendastofa hefur sektað Betra bak um 400 þúsund krónur vegna verðlagningar á tilboðsdögum. Skjáskot af vefsíðu Betra baks

Neytendastofa hefur lagt 400.000 króna stjórnvaldssekt á verslunina Betra bak fyrir að hafa auglýst vörur á tilboðsverði án þess að geta fært fullnægjandi sönnur á að vörurnar hafi verið seldar eða boðnar til sölu á tilgreindu fyrra verði.

Þar sem Betra bak hafði áður brotið gegn reglum sem gilda um útsölur, og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði, taldi Neytendastofa nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið til að tryggja varnaðaráhrif.

Í ákvörðun Neytendastofu kemur m.a. fram að rekstraraðilum Betra baks hefði ekki tekist að sanna að tiltekin heilsurúm hefðu verið seld á verðinu sem auglýst var sem verð fyrir útsölu eða tilboð á jólatilboði 2014, janúarútsölu 2015, fermingartilboði 2015 og á júlíútsölu 2015.

Á milli þessara tilboða virðist rúmið því alltaf hafa verið á sama verði.

Sama gilti um annað heilsurúm á jólatilboði 2014 og Tempur-rúm á jólatilboði 2014, janúarútsölu 2015, fermingartilboði 2015, maítilboði 2015 og júlíútsölu 2015. Betra bak gat ekki sannað að rúmin hefðu verið seld á fyrra tilgreindu verði milli þessara afsláttardaga.

Þá voru Tempur-dýnur og koddar auglýstir á janúarútsölu, febrúartilboði og júlíútsölu en ekki tókst að sýna að vörurnar hefðu verið seldar á verðinu sem tilgreint var sem verð fyrir afsláttinn.

Það sama gilti þá um aðra heilsudýnu sem seld var á 20% tilboðsverði í júní í fyrra en fyrirtækinu tókst ekki að sýna fram á að varan hefði verið seld á fyrra verði.

Hér má lesa ákvörðun Neytendastofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK