Næsti Dunkin í Reykjanesbæ

Kleinuhringjaframleiðsla á Íslandi hefur stóraukist á liðnu ári.
Kleinuhringjaframleiðsla á Íslandi hefur stóraukist á liðnu ári. mbl.is/Styrmir Kári

Næsta útibú Dunkin' Donuts á Íslandi verður á Fitjum í Reykjanesbæ og er áætlað að opnað verði í júní. Þetta er fjórða opnun kleinuhringjakeðjunnar á einu ári. Tólf staðir á næstu fjórum árum eru hins vegar enn þá eftir.

Í heildina verða þeir sextán talsins.

Staðirnir þrír sem opnaðir hafa verið hingað til eru allir á höfuðborgarsvæðinu; fyrsti á Laugavegi, annar í Kringlunni og sá þriðji við Smáralind. Þetta er því fyrsti staðurinn utan höfuðborgarsvæðisins.

Mikill spenningur virðist alltaf ríkja við opnun á nýjum stöðum þar sem ársbirgðir af kleinuhringjum fylgja fyrir fyrstu gesti. Þrátt fyrir að aðsóknin á þessar opnanir sé alltaf mikil hefur aðeins dregið úr. Um þrjátíu manns biðu til að mynda við opnun á nýjasta stað keðjunnar við Smáralind en þegar fyrsti staðurinn var opnaður á Laugavegi stóðu yfir hundrað manns í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK