Slegist um Chewbacca-grímur

Gleðisvipur Chewbacca hefur slegið í gegn og fengið milljónir manna …
Gleðisvipur Chewbacca hefur slegið í gegn og fengið milljónir manna til að hlæja. Skjáskot

Chewbacca-grímur sem voru á útsölu í flestum verslunum fyrir nokkrum dögum eru uppseldar alls staðar og ástæðan er líklega flestum ljós. Grímurnar hafa núna ratað á eBay þar sem þær kosta allt frá fimmtíu til eitt þúsund dollara, eða frá 6 til 125 þúsund íslenskar krónur.

Mynd­band sem sýn­ir hina banda­rísku Candace Payne leika sér með Chewbacca-grímu og skelli­hlæja hefur slegið í gegn á net­inu og horft hefur verið á það yfir 141 milljón sinnum. Til að setja það í samhengi má benda á að hnerrandi pandan sem hefur um árabil verið eitt vinsælasta myndabandið á YouTube er með 220 milljónir áhorfa.

Frétt mbl.is: Chewbabba-konan slær í gegn

Payne keypti sína grímu í versluninni Kohl's eftir að hafa skipt bol sem var of stór. Í staðinn fékk hún grímuna sem var á útsölu. Verslunarkeðjan Kohl's hefur átt erfitt uppdráttar á liðnum árum og nam tekjusamdrátturinn 87% milli ára samkvæmt síðasta uppgjöri. Forsvarsmenn Kohl's tóku nýfenginni athygli vitaskuld fagnandi og fóru í heimsókn til Payne og gáfu börnum hennar sams konar grímur. Þá fékk hún einnig 2.500 dollara gjafakort og 10.000 punkta sem hægt er að nota upp í vörur í versluninni.

Eftir að myndbandið fór á flug seldist gríman alls staðar upp en áður hafði hún verið á útsölu í Target á tæpa 30 dollara og kostaði hún 20 dollara á tilboði í Kohl's. Þá er hún einnig uppseld í Walmart, ToysRUs og í vefverslun Amazon.

Fulltrúar frá Kohl's gefa börnum hennar grímur:

Í samtali við CNBC segist einn seljandi á eBay hafa selt þrjár grímur á 119 dollara stykkið á liðnum degi og bent er á að ein gríma hafi farið á 499 dollara. Þá er ein skráð til sölu á 1.010 dollara.

Chewbacca sjálfur virðist meira að segja ánægður með athyglina:

Hér má sjá myndbandið umtalaða:

Hérna má sjá hnerrandi pönduna:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK