Tekjur Spotify jukust um 80%

Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify.
Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify. AFP

Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify jukust um meira en 80% í fyrra en félaginu hefur þó ekki enn tekist að skila hagnaði. Tekjurnar námu 1,95 milljörðum evra, sem nemur um 273 milljörðum króna, á síðasta ári.

Tap félagsins jókst um 7% á milli ára, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins, og nam 173 milljónum evra.

Eins og áður segir jukust tekjurnar um 80% en tekjuvöxturinn var 45% árið þar á undan.

Helsti útgjaldaliður félagsins eru höfundarréttargreiðslur til tónlistarmanna.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að tekjur vegna auglýsinga hafi næstum því tvöfaldast í fyrra og þá hafi notendum veitunnar einnig fjölgað töluvert.

Í lok seinasta árs voru virkir notendur 89 milljónir talsins, en 28 milljónir greiða áskriftargjald.

Forsvarsmenn félagsins segjast ætla að forgangsraða fjárfestingum sínum. Samkeppnin fari harðnandi, meðal annars með tilkomu tónlistarveitunnar Apple Music sem kom á markað í fyrra. Rhapsody, Tidal og Deezer bjóða einnig upp á sambærilega þjónustu. Spotify er þó enn leiðandi á markaðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK