Vilja bílhræin burt

Þetta bílhræ hvílir reyndar ekki í garði í Reykjavík en …
Þetta bílhræ hvílir reyndar ekki í garði í Reykjavík en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja bílhræin burt. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, hafa lagt til að umhverfis- og skipulagsráð hvetji til breytingar á lögreglusamþykkt svo „íbúar Reykjavíkur þurfi ekki að búa við að nágrannar þeirra noti garða sína sem nokkurs konar kirkjugarða fyrir úr sér gengin bílhræ öllu umhverfinu til ama“.

<br/><br/>

Þetta kemur fram í síðustu fundargerð ráðsins.

<br/><br/>

Benda borgarfulltrúarnir á að lögreglusamþykktin sé ekki í samræmi við reglugerð um lögreglusamþykkt en í henni segir:

<br/><br/>

„Heimilt er að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu sveitarfélags ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum.“

<br/><br/>

„Sama gildir um ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins.“

<br/><br/>

Málinu var frestað og hefur það ekki hlotið samþykki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK