Annað Túngötugjaldþrot

Túngata 6.
Túngata 6. Skjáskot/Já

Gjaldþrotaskiptum er lokið hjá félaginu BG Newco 6 ehf. Félagið var dótturfélag Baugs Group og skráð í höfuðstöðvum Baugs að Túngötu 6, líkt og fjölmörg önnur félög.

Gjaldþrotaskiptum á Túngötufélögunum er óðum að ljúka en þetta þrot er heldur minna en þau sem nýlega hefur verið greint frá. Engar eignir fundust í félaginu en kröfur hljóðuðu upp á 2,5 milljónir króna.

Félagið skilaði aldrei ársreikningi en fleiri sambærileg félög voru upphaflega skráð að Túngötu; allt frá BG Newco 1 ehf. til BG Newco 6 ehf. Rúnar Sigurpálsson, sem var forstöðumaður á fjármálasviði Baugs, var stjórnarmaður félaganna.

Í síðustu viku var skiptum lokið á félaginu BG Hold­ing ehf. og fékkst ekk­ert greitt upp í lýst­ar kröf­ur er námu rúm­um 130 millj­örðum króna. BG Hold­ing var dótt­ur­fé­lag Baugs Group hf. og meðal fjár­fest­inga fé­lags­ins voru mat­vöru­versl­an­irn­ar Ice­land Foods, versl­un­ar­miðstöðvar Hou­se of Fraser og leik­fanga­versl­an­ir Ham­ley's.

Frétt mbl.is: Ekkert greitt upp í 130 milljarða

í síðasta mánuði var þá skiptum á fé­lag­inu BG Fast­eign­um ehf. lokið. Aðeins fékkst rúm ein millj­ón króna greidd upp í kröf­urn­ar sem hljóðuðu upp á rúma sautján millj­arða. Fé­lagið hélt m.a. utan um vax­mynda­safnið Madame Tussaud í London.

Frétt mbl.is: 17 milljarða gjaldþrot Baugs-félags

Tugir félaga voru skráðir í höfuðstöðvum Baugs að Túngötu. Þar á meðal: 3650 ehf., A-Holding ehf., Al-Coda ehf., Arctic Holding ehf., Arctic Investment ehf., Arena Holding ehf., Arpeggio ehf., Á bleiku skýi ehf., Baugur Group hf., BG Aviation ehf., BG bondholders ehf., BG Equity 1 ehf., BG Holding ehf., BG Newco 2 ehf., BG Newco 4 ehf., BG Newco 5 ehf., BG Ventures ehf., BGE Eignarhaldsfélag ehf., BJF ehf., DBH Holding ehf., Dial Square Holdings ehf., F-Capital ehf., GJ Tónlist ehf., Gott betur ehf., Græðlingur ehf., Hrafnabjörg ehf., Hugverkasjóður Íslands ehf., Hvítárbakkablómi ehf., Ís-rokk ehf., J.Ól ehf., Jötunn Holding ehf., Maccus ehf., M-holding ehf., Milton ehf., M-Invest ehf., Nelson ehf., Norðurljós hf., Popplín ehf., Retail solutions ehf., Skuggar ehf., Sólin skín ehf., Sports Investments ehf., Starfsmannafélag Baugs, Stoðir Invest ehf., STP Toys, Styrktarsjóður Baugs Group, Styrkur Invest ehf., Tónlistarfélagið litur ehf., Unity Investments ehf., Unity One ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK