Atvinnuleysi var 4,9% í apríl

Af 198.800 manns á vinnufærum aldri voru 188.900 starfandi og …
Af 198.800 manns á vinnufærum aldri voru 188.900 starfandi og 9.800 án vinnu og í atvinnuleit í apríl. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Atvinnulausum fækkaði um 800 manns milli ára og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 0,6 prósentustig. Atvinnuleysi mældist 4,9 prósent í apríl.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 198.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði í apríl sl. en það jafngildir 84,1 prósents atvinnuþátttöku.

Af þeim voru 188.900 starfandi og 9.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,9 prósent og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,9 prósent, líkt og áður segir.

Samanburður mælinga fyrir apríl 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 2,1 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 8.900 og hlutfallið af mannfjölda jókst um 2,5 stig. 

Á vormánuðum hvers árs streymir ungt fólk á aldrinum 16 …
Á vormánuðum hvers árs streymir ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára inn á vinnumarkaðinn í leit að sumar- og/eða framtíðarstörfum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ungt fólk streymir á vinnumarkað

Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Þetta má t.d. greinlega sjá á vormánuðum hvers árs þegar ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára streymir inn á vinnumarkaðinn í leit að sumar- og/eða framtíðarstörfum. Áhrifin eru þá helst þau að til skamms tíma eykst atvinnuleysi verulega.

Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 199.200 í apríl 2016 sem jafngildir 84,2 prósenta atvinnuþátttöku og var einu prósentustigi hærri en í mars 2016. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var hlutfall starfandi fólks 81 prósent og jókst um 0,7 prósentustig á milli mars og apríl 2016.

Á sama tíma jókst atvinnuleysi um 0,4 stig, en atvinnuleysið var 3,7 prósent í apríl samanborið við 3,4 prósent mars 2016. Þegar horft er á leitnitölur síðustu sex mánaða sýna vinnuaflstölur að frá því í nóvember 2015 hefur atvinnuþátttaka aukist um 0,3 prósentustig, atvinnuleysi hefur lækkað um sömu tölu og hlutfall starfandi fólks hefur aukist um 0,6 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK