Launakostnaður KSÍ með einum sigri

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar íslenska landsliðsins.
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar íslenska landsliðsins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fyrir einn sigur á EM mætti greiða allan launakostnað Knattspyrnusambands Íslands á einu ári. KSÍ hefur þegar tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku sinni á mótinu, en meira er í pottinum ef Íslendingar ná árangri. Sigur í leik í riðlakeppni skilar 140 milljónum króna og jafntefli 70 milljónum. 

VÍB bendir á að að silfurliðið á mótinu hljóti 700 milljónir króna fyrir tapið í úrslitaleiknum en Evrópumeistararnir fá 1.120 milljónir.

Landslið sem vinnur alla sína leiki á mótinu fær því 3.780 milljónir króna í verðlaunafé. Ef Íslendingar ná þessum ótrúlega árangri má búast við að aðildarfélögin fari fram á að verðlaunaféð verði látið renna til þeirra.

Um væri að ræða 25 falda þá upphæð sem KSÍ greiddi í styrki og framlög til aðildarfélaga á síðasta ári.

Á heimasíðu VÍB má finna frekari upplýsingar um fjármál og fótbolta.

Launakostnaður KSÍ á síðasta ári nam 108 millj­ón­um króna og gert er ráð fyrir að kostnaðurinn hljóði upp á 122,5 millj­ón­ir króna á þessu ári.

Frétt mbl.is: Hagnaður KSÍ fjórfaldast á árinu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK