Olíutunnan nær fimmtíu dollurum

Skógareldarnir í Kanada hafa meðal annars þrýst olíuverði upp.
Skógareldarnir í Kanada hafa meðal annars þrýst olíuverði upp. AFP

Verð á olíu er komið yfir fimmtíu dollara á tunnuna í fyrsta skipti á þessu ári. Aukin eftirspurn á heimsvísu og raskanir á framboði, meðal annars vegna skógareldanna í Kanada, halda áfram að þrýsta verðinu upp á við. Greinendur spá því að verðið hækki áfram fram á næsta ár.

Brent-hráolía seldist á 50,07 dollara á Asíumarkaði í dag en olíuverð hefur verið sögulega lágt um nokkurt skeið. Verðið á Brent-olíu hefur nú hækkað um 80% frá því að hún fór niður í 28 dollara á tunnu í byrjun árs. Þá hafði það ekki verið lægra í þrettán ár.

Olíubirgðir í Bandaríkjunum drógust saman um 4,2 milljónir tunna í síðustu viku samkvæmt tölum bandaríska orkumálaráðuneytisins. Kanada sér Bandaríkjunum fyrir stærstum hluta olíunnar en vegna eldanna á olíusöndunum í kringum Fort McMurray hefur framleiðsla þar dregist saman um milljón tunnur á dag.

Þá hefur eftirspurn verið umfram væntingar í Kína, Indlandi og Rússlandi.

Frétt BBC af hækkandi olíuverði

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK