Svona verður Costco

Hér má sjá væntanlegt útlit verslunar Costco í Kauptúni.
Hér má sjá væntanlegt útlit verslunar Costco í Kauptúni. Teikning/KRADS & THG arkitektar
Stefnt er að því að opna stórverslun Costco í Kauptúni í Garðabæ í nóvember og framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Meðfylgjandi teikningar sýna væntanlegt útlit verslunarinnar og bensínstöðvar hennar sem verður með tólf dælum.

Undirbúningur hefur staðið lengi yfir en fyrst var greint frá áhuga Costo í mars 2014. Nokkrar staðsetningar komu til skoðunar áður en verslunarrisinn ákvað að flytja í Garðabæinn. Í desember sama ár staðfestu forsvarsmenn að verslunin yrði opnuð í Kauptúni og hefur málið legið í nefndum síðan. Bæjarráð Garðabæjar veitti í byrjun maí lokasamþykki og eins samþykkti Skipulagsstofnun breytt deiliskipulag fyrir svæðið.

Húsnæðið að Kauptúni verður stækkað nokkuð til að hýsa verslunina sem alls verður 14 þúsund fermetrar en hún mun standa við hlið Bónuss, líkt og sjá má á grunnteikningunni hér að neðan.
Verslunin stendur við hlið Bónuss og vörulagers IKEA.
Verslunin stendur við hlið Bónuss og vörulagers IKEA. Teikning/KRADS & THG arkitektar
Búist er við að 160 starfsmenn verði ráðnir í byrjun en þeir verða að líkum 250 talsins eftir þrjú ár.

Í nýlegu samtali við Morgunblaðið sagði Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Bretlandi, að talsvert úrval af íslenskum vörum og þá einkum ferskvörum yrði á boðstólum í versluninni. Viðskiptavinir þurfa að greiða ársgjald til að kaupa vörur í búðinni en að sögn Pappas hefur upphæð gjaldsins hér á landi ekki verið ákveðin. Í Banda­ríkj­un­um kost­ar slík aðild 55 doll­ara, eða tæp­ar 7.500 krón­ur. Úrvalsaðild, sem ber ýmsa kosti með sér, kost­ar 110 doll­ara, eða tæp­lega 15.000 krón­ur.

Í fundargerð bæjarráðs Garðabæjar frá 10. maí sl. segir að byggingarleyfi fyrir tólf bensíndælum verði gefið út til Costco en forsvarsmenn verslunarinnar höfðu áður sótt um leyfi fyrir sextán dælum.
Bensíndælurnar verða tólf talsins.
Bensíndælurnar verða tólf talsins. Teikning/KRADS & THG arkitektar
Costco sel­ur Kirk­land Signature bensín á um 400 bens­ín­stöðvum víðs veg­ar um Banda­rík­in og er það yf­ir­lýst stefna Costco að bjóða eldsneyti á lægra verði en keppinautar.

Í umsókn Costco sagði að bensínstöðin yrði sjálfsaf­greiðslu­stöð en þó með starfs­manni á staðnum til aðstoðar við viðskipta­vini. Miðað er við að stöðin verði opin milli sex á morgn­ana og tíu á kvöld­in og styttra um helg­ar. Bens­ín­dæl­urn­ar við Costco verða ein­ung­is fyr­ir fé­laga í klúbbi versl­un­ar­keðjunn­ar

Í Costco verður einnig boðið upp á þjón­ustu á borð við apó­tek, sölu sjón­tækja og sjón­mæl­ingu, dekkja­sölu og dekkja­verk­stæði, bakarí og sæl­kera­versl­un.
Nauðsynlegt er að stækka húsið nokkuð og hér má sjá …
Nauðsynlegt er að stækka húsið nokkuð og hér má sjá umfangið. Teikning/KRADS & THG arkitektar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK