Auglýstu óvart tilboðsdag í dag

Villa í tölvupóstkerfi Skeljungs olli því að að einhverjir viðskiptavinir Orkunnar og Skeljungs fengu í dag tölvupósta um að 14 og 21 krónu afsláttur væri hjá fyrirtækjunum í dag. Svo er hins vegar ekki.

Sömu tölvupóstar fóru út 13. og 15. maí og þá var tilboðið. 

„Það var kerfisvilla í þjóni hjá okkur sem hýstur er af þriðja aðila sem gerði það að verkum að tölvupósturinn fór af stað,“ segir Ingunn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Skeljungi.

Póstarnir voru dagsettir 13. og 15. maí og Ingunn segir að flestir hafi sem betur fer tekið eftir því og áttað sig á stöðu málsins. „Þetta eru hins vegar leiðindamistök og við erum leið yfir að þetta hafi valdið viðskiptavinum vandræðum,“ segir Ingunn. Þá segir hún að Skeljungur sé að funda með hýsingaraðilanum til að koma í veg fyrir að mistök sem þessi endurtaki sig.

Þrátt fyrir að flestir hafi áttað sig á mistökunum voru einhverjir sem töldu tilboðið vera í dag. „Það voru nokkrir sem hringdu inn og voru ósáttir en við komum til móts við þá. Flestir áttuðu sig hins vegar á dagsetningunni og þetta varð því ekki eins mikið veður og við vorum hrædd við,“ segir Ingunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK