Bónus: Costco hefði mátt færa verkstæðið

Bónus gerði athugasemd við staðsetningu dekkjaverkstæðis Costco.
Bónus gerði athugasemd við staðsetningu dekkjaverkstæðis Costco. mbl.is/Hjörtur

Dekkjaverkstæði Costco í Kauptúni verður við anddyri verslunar Bónuss í sama húsi. Forsvarsmenn Bónuss gerðu athugasemd við þetta en engu var breytt. „Við vorum ósáttir við að fá þetta beint í anddyrið og það er spurning hvort þeir hefðu getað haft þetta í hinum endanum. En svona er þetta bara og ekkert er við því að segja,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, í samtali við mbl.is.

Á teikningum af væntanlegri verslun Costco má sjá hvernig dekkjaverkstæðið stendur rétt við hlið verslunar Bónuss. Finnur Árnason, forstjóri Haga, skilaði inn ábendingu til bæjarráðs Garðabæjar þegar skipulag Kauptúns með nýrri verslun Costco var enn þá í nefndarferli.

Sagði hann ljóst að dekkja­verk­stæði eða bif­reiðaþjón­usta með til­heyr­andi óþrif­um og lykt ætti ekki heima við and­dyri mat­vöru­versl­un­ar.

Guðmundur segir að Bónus hafi skilað inn sinni athugasemd og að málið nái ekki lengra. 

Frétt mbl.is: Svona verður Costco

Finnur gagnrýndi einnig fyr­ir­ætlan­ir um for­hýsi sem verður byggt hjá Costco og sagði að það myndi skyggja með öllu á Bón­us. Samkvæmt teikningum verður forhýsið á sínum stað og var ekki tekið tillit til athugasemda Bónuss. „Það verður byggt þarna fram yfir okkur og við sáum ekki teikninguna fyrr en á lokastigum. En svona verður þetta og við gerum bara okkar besta,“ segir Guðmundur.

Spurður hvernig honum lítist á væntanlegan nágranna segir Guðmundur að koma Costco til landsins sé frábær fyrir neytendur og að búðirnar séu flottar. „Okkur líst bara vel á þetta,“ segir hann.

Hér má sjá væntanlegt útlit verslunar Costco í Kauptúni.
Hér má sjá væntanlegt útlit verslunar Costco í Kauptúni. Teikning/THG Arkitektar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK