Margir vildu í stjórn ferðaklasans

Frá fyrsta aðalfundi Íslenska ferðaklasans sem var haldinn um borð …
Frá fyrsta aðalfundi Íslenska ferðaklasans sem var haldinn um borð í hvalaskoðunarskipinu Eldey. Ljósmynd/Íslenski ferðaklasinn

Fyrsti aðalfundur Íslenska ferðaklasans fór fram um borð í hvalaskoðunarskipinu Eldey, sem fyrirtækið Elding á og rekur, í gær. Kosið var til stjórnar fyrir næsta starfsár og komust færri að en vildu. 

Sjö fyrirtæki eru bæði með aðalmann og varamann í stjórn, en það eru Magnea Guðmundsdóttir og Grímur Sæmundsen fyrir hönd Bláa lónsins. Árni Gunnarsson og Halldór B. Þorbergsson fyrir hönd Icelandair Group. Sigurhans Vignir og Daði Már Steinþórsson fyrir Valitor. Davíð Björnsson og Þorsteinn Hjaltason fyrir Landsbanka Íslands. Elín Árnadóttir og Guðný María Jóhannsdóttir fyrir ISAVIA. Kristján Daníelsson og Þórarinn Þór fyrir Reykjavík Excursions og þau Kristín Hrönn Guðmundsdóttir og Vilhelm Már Þorsteinsson fyrir Íslandsbanka. 

Síðan eru þrjú fyrirtæki til viðbótar með aðalmenn í stjórn. Það er Sævar Skaptason fyrir Ferðaþjónustu bænda, Rannveig Grétarsdóttir fyrir Eldingu og Helgi Jóhannesson fyrir LEX lögmenn.

Sævar Skaptason, stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans.
Sævar Skaptason, stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

10,8 milljóna króna hagnaður

Samstarfsvettvangur Íslenska ferðaklasans fagnaði í mars sl. eins árs afmæli sínu en félagið var stofnað á fjölmennum fundi 12. mars 2015.

Ferðaklasinn er samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu og tengdra atvinnugreina. Það voru 32 fyrirtæki sem gerðust stofnfélagar að samstarfinu og skiptast þeir á milli ólíkra aðila eftir því hvar þeir eru staddir í virðiskeðju ferðaþjónustunnar. Í ársskýrslu klasans kemur fram að fyrsta starfsárið hafi einkennst af mótunar- og þróunarvinnu.

Í ársreikningi ferðaklasans kemur fram að hagnaður ársins hafi numið 10,8 milljónum króna og námu aðildargjöld þar af 17,8 milljónum króna.

Á vormánuðum var send út viðhorfskönnun til aðildarfélaga um starf klasans til að nýta við stefnumótunarvinnu. Á vinnufundi stjórnar var farið yfir niðurstöður könnunarinnar. Þeir verkefnastofnar sem hafðir verða að leiðarljósi næsta starfsár eru þrír; fjárfestingar í ferðaþjónustu, sérstaða svæða/svæðisbundnir klasar og ábyrg stjórnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK