Spá um einkaneyslu hækkuð

Einkaneysla er talin aukast nokkuð á árinu, eða um sex …
Einkaneysla er talin aukast nokkuð á árinu, eða um sex prósent. Þetta er nokkur hækkun frá fyrri spá í febrúar sem gerði ráð fyrir 5,2 prósentustiga vexti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagstofan hefur gefið út nýja þjóðhagsspá og er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 4,3 prósent árið 2016, 3,5 prósent árið 2017 og nærri þrjú prósent árin 2018 til 2021.

Hagvaxtarspáin fyrir þetta ár hefur verið hækkuð um 0,1 prósentustig frá síðustu spá sem kom út í febrúar. Innlend eftirspurn, fyrst og fremst einkaneysla og fjárfesting, eru að baki hagvextinum fyrstu árin en árið 2016 er spáð 6,6 prósentustiga aukningu þjóðarútgjalda.

Talið er að landsframleiðsla muni aukast um 4,3 prósent á árinu, og 3,5 prósent á næsta ári, vegna einkaneyslu og fjárfestingar.

Einkaneysla er talin aukast nokkuð á árinu, eða um sex prósent. Þetta er nokkur hækkun frá fyrri spá í febrúar sem gerði ráð fyrir 5,2 prósentustiga vexti. Síðan dregur úr aukningunni og er talið að hún muni nema 3,6 prósentum árið 2018 og þremur prósentum árið eftir. 

Talið er að fjárfesting muni aukast um sextán prósent árið 2016 og 6,4 prósent árið 2017, en þá verður m.a. stóriðjufjárfesting í hámarki.  Samneysla eykst þá hægt í samræmi við áframhaldandi aðhald í opinberum útgjöldum.

Verðbólga fer yfir markmið

Afgangur verður af utanríkisviðskiptum allan spátímann, lítið eitt minnkandi í fyrstu þegar mestur kraftur er í einkaneyslu og fjárfestingu, en stöðugur eftir það.

Verðbólga hefur verið lítil síðustu ár, en búist er við að hún aukist seinni hluta ársins 2016 og að hún haldist nokkuð yfir verðbólgumarkmiði þar til líður á spátímann.

Bent er á að laun og kaupmáttur þeirra hafi hækkað mikið að undanförnu. Nokkur spenna er á vinnumarkaði en atvinna og spurn eftir vinnuafli hafa aukist mjög. Megnið af launabreytingum út árið 2018 er nú bundið af kjarasamningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK