Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

AFP

Olíuverð lækkaði á heimsmarkaði í dag eftir að stjórnvöld í Írak sögðust ætla að auka útflutning á hráolíu. Stendur nú verðið í 49 Bandaríkjadölum á tunnu.

Fulltrúar OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, munu funda í Vín, höfuðborg Austurríkis, á fimmtudag og ákveða þá næstu skref. Greinendur búast ekki við því að ríkin samþykki þá að breyta framleiðslu sinni.

Ríkjunum hefur ekki tekist á ná samkomulagi um að stöðva olíuframleiðslu til þess að reyna að hækka olíuverð. Stjórnvöld í Írak tilkynntu fyrr í dag um áform sín að auka útflutningskvótann á hráolíu, en talið er að framleiðsla landsins muni aukast um fimm milljónir tunna í næsta mánuði.

„Við eigum ekki von á að samkomulag takist,“ sögðu greinendur Commerzbank í minnisblaði til viðskiptavina. „Stjórnvöld í Írak eru tilbúin til þess að ræða um að stöðva olíuframleiðslu, en Íranar og Sádi-Arabar eru ekki líklegar til þess að stíga slík skref,“ sögðu þeir.

Ráðgjafarfyrirtækið JBC Energy segir að framboð á olíu á heimsmarkaði hafi aukist um 1,5 milljónir tunna á dag á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er meiri aukning en sérfræðingar höfðu reiknað með, að því er segir í frétt Reuters. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK