Japis aftur gjaldþrota

Gamla Japis var stofnað árið 1978.
Gamla Japis var stofnað árið 1978. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Félagið Japis ehf. var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. maí sl. Félagið var stofnað árið 2011 utan um netverslun Japis sem stóð til að opna en enginn rekstur hefur verið í félaginu og hefur það aldrei skilað ársreikningi. 

Skráður tilgangur félagsins er smásala póstverslana eða um netið en í samtali við Fréttablaðið á árinu 2010 sagði Ásvaldur Friðriksson, eigandi, að markmiðið væri að opna hina fornfrægu plötuverslun Japis á netinu. Ásvaldur starfaði hjá gamla Japis og keypti síðar hlut í fyrirtækinu.

Gamla félagið Japis ehf., sem hélt utan um rekstur samnefndrar verslunar, fór í þrot árið 2001, en verslunin var upphaflega stofnuð árið 1978. Gjaldþrot verslunarinnar hljóðaði upp á 130 milljónir króna. 

Á vefsíðu Japis.is segir að síðan sé í vinnslu og að opnað verði bráðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK