Nýsköpunarsamstarf með MIT

HR og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið munu taka þátt í alþjóðlegu …
HR og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið munu taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni með MIT-háskólanum. mbl.is/Árni Sæberg

Háskólinn í Reykjavík og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið munu næstu tvö árin taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni með MIT-háskólanum í Bandaríkjunum sem miðar að því að skapa ný störf og efla hagvöxt á Íslandi með nýsköpun.

REAP-verkefni MIT-háskólans (Regional Entrepreneurship Acceleration Program) er tveggja ára verkefni sem MIT hefur unnið með fjölda borga og svæða um allan heim til að styrkja samkeppnishæfni.

Meðal borga og landsvæða sem hefur tekið þátt í árangursríkum fyrri verkefnum eru Skotland, Finnland, London, Katar, Beijing og Suðvestur-Noregur.

Verkefnið felst í ítarlegri greiningu á umhverfi fyrir frumkvöðla og nýsköpun á Íslandi og mun skila aðgerðaáætlun um hvernig megi auka samkeppnishæfni Íslands með nýsköpun.

Fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífs, háskóla, fjármálageira og frumkvöðla sitja í stýrihópi verkefnisins og vinna með sérfræðingum MIT-háskólans og aðilum frá öðrum svæðum sem tekin verða fyrir í verkefninu.

Þessi nálgun byggir á niðurstöðum rannsókna MIT á því hvaða þættir skipta mestu máli í því að drífa áfram nýsköpun. Nálgunin er einstök og hefur skilað raunverulegum framförum fyrir svæði sem áður hafa tekið þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK